fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Miðasala gengur erfiðlega á komandi landsleiki – Undir tvö þúsund miðar farnir á leikinn gegn Tyrkjum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Wales á Laugardalsvelli á föstudag í Þjóðadeild UEFA, í fyrri heimaleiknum af tveimur í október. Íslenska liðið mætir síðan Tyrklandi á mánudag.

Rétt rúmlega 4 þúsund miðar eru seldir á Ísland-Wales. Þar af eru um 1 þúsund miðar til stuðningsmanna welska liðsins. Tæplega 2 þúsund miðar eru seldir á Ísland-Tyrkland.

Miðasala á báða leiki er í fullum gangi á vefsvæði Tix. Báðir leikir hefjast kl. 18:45 og eru þeir báðir jafnframt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

Wales er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlinum, en Walesverjar byrjuðu á því að gera markalaust jafntefli við Tyrkland og unnu síðan 2-1 útisigur á Svartfellingum. Ísland er með 3 stig og markatöluna 3-3 eftir tveggja marka sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvellinum og tveggja marka tap gegn Tyrklandi í Izmir.

Ísland hefur einu sinni unnið Wales í 7 viðureignum í A landsliðum karla. Sá sigur kom á Laugardalsvelli í undankeppni HM 1986 og skoraði Magnús Bergs eina mark leiksins. Þetta reyndust einu stig íslenska liðsins í fjögurra liða riðli, þar sem einnig voru lið Skotlands og Spánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hermann Hreiðarsson tekur við Val

Hermann Hreiðarsson tekur við Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney segir þetta vanta hjá Liverpool um þessar mundir

Rooney segir þetta vanta hjá Liverpool um þessar mundir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Greinir frá því að faðir hans hafi tekið eigið líf í síðustu viku – „Ég elska þig í þessu lífi og því næsta“

Greinir frá því að faðir hans hafi tekið eigið líf í síðustu viku – „Ég elska þig í þessu lífi og því næsta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun
433Sport
Í gær

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni
433Sport
Í gær

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu