fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hareide bindur vonir við að Stefán Teitur haldi áfram á sömu vegferð – „Hann er með dýrmæta eiginleika“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Teitur Þórðarson vakti mikla athygli í síðasta verkefni landsliðsins en hann lék þá sem djúpur miðjumaður og spilaði afar vel.

Stefán hafði ekki átt fast sæti í landsliðshópi Age Hareide fyrir þetta en er nú að festa sig í sessi.

Miðjumaðurinn knái frá Akarnesi skipti um lið í sumar og samdi við Preston á Englandi en hann lék áður mmeð Silkeborg í Danmörku.

„Hann var að glíma við meiðsli þegar ég tók fyrst við en ég fylgdist vel með honum hjá Silkeborg,“ sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.

Hareide kynnti þá hóp sinn fyrir leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

„Hann er með dýrmæta eiginleika, hann er öflugur í föstum leikatriðum og getur tekið löng innköst. Stefán er góður á boltann, ég vil spila í gegnum miðjuna og hann er öruggur þar.“

„Hann hefur gert vel hjá Preston, hann er að koma inn í Championship deildina sem er erfið. Ég er ánægður með Stefán og hans frammistöðu, vonandi sjáum við það besta frá honum í næstu leikjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu