fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Britney Spears brenndi af sér hár, augnhár og augabrúnir í „mjög slæmu“ brunaslysi

Fókus
Þriðjudaginn 1. október 2024 09:25

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Britney Spears opnaði sig um hræðilega upplifun, en hún lenti í brunaslysi fyrir sex mánuðum sem hún segir hafa verið „mjög slæmt.“

Söngkonan rifjaði upp atvikið á samfélagsmiðlum í gær.

„Ég var inni í herbergi og kveikti eld í eldstæðinu mínu og allt í einu sprakk eldurinn framan í mig,“ sagði hún.

„Þetta hefur gerst áður, þannig ég var hætt að kveikja sjálf eld og fæ venjulega öryggisverðina mína til að gera það. En í þetta skipti þá fleygði ég bara öllu í eldstæðið og það sprakk framan í mig og það brenndi af öll augnhárin mín og augabrúnirnar. Og sjáið þessi litlu hár hérna, þennan litla topp sem ég er með? Þetta gerðist fyrir sex mánuðum, hárið mitt fuðraði upp.“

Britney sagðist hafa verið mjög verkjuð. „Ég gat ekki vakið manneskjuna sem var með mér og ég hélt að ég þyrfti að fara á bráðamóttökuna því mér leið eins og andlitið mitt stæði í ljósum logum.“

Hún sagði að henni hafi verið illt í sex til sjö klukkutíma en hafi síðan tekist að lina verkina.

„Ég tók loksins þrjár Tylenol töflur, sem er mjög mikið mál fyrir mig. Það er eins og fokking Vicodin eða eitthvað. En ég tók þrjár og gat loksins sofnað.“

Söngkonan greindi ekki frá því hvort hún hafi endað með að fara til læknis en sagði að þetta hafi verið „mjög slæmt, en ég er góð núna. Svona lagað gerist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“