fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Fyrrum enskur landsliðsmaður mættur í fjórðu deildina

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. september 2024 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Carl Jenkinson er kominn aftur til Englands og hefur samið í fjórðu deildinni.

Jenkinson er aðeins 32 ára gamall en hann lék með Arsenal í átta ár eða frá 2011 til ársins 2019.

Þaðan fór Jenkinson til West Ham og Birmingham á láni en gekk svo endanlega í raðir Nottingham Forest.

Hlutirnir gengu ekki upp hjá Forest og undanfarin tvö ár hefur leikmaðurinn spilað í Ástralíu.

Jenkinson hefur nú krotað undir samning við Bromley í fjórðu efstu deild Englands og mun hjálpa liðinu í vetur.

Jenkinson lék 41 deildarleik fyrir Arsenal á sínum tíma og þá einn landsleik fyrir England árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag