fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Tómas hneykslaðist á ummælum Gunnars í beinni – „Svona gaurar fara svo í taugarnar á mér“

433
Sunnudaginn 29. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson og Tómas Steindórsson voru gestir þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var til að mynda rætt um enska boltann í þættinum og sér í lagi stórleik Manchester City og Arsenal um síðustu helgi, sem fór 2-2. Þar fékk Leandro Trossard umdeilt rautt spjald sem varð til þess að Skytturnar spiluðu allan seinni hálfleikinn manni færri.

Eftir leik var þá mikill hiti. Erling Haaland hafði kastað boltanum í Gabriel í liði Arsenal og eftir leik lét hann 17 ára gamlan leikmann Lundúnaliðsins heyra það.

„Haaland féll aðeins í áliti hjá mér,“ sagði Arsenal-maðurinn Gunnar í þættinum.

video
play-sharp-fill

Tómas skildi hvorki upp né niður í þessu.

„Af hverju féll hann í áliti hjá ykkur? Þetta var geggjaður banter,“ sagði hann og hélt áfram.

„Svona gaurar sem eru að horfa á og tjá sig um fótbolta fara svo oft í taugarnar á mér því þeir eru alltaf pínulitlir. Ég er alveg með Haaland þarna.“

Hrafnkell kom Haaland einnig til varnar.

„Það er mikill hiti þarna, þeir eru búnir að reyna að sækja markið lengi og ná því á endanum. Þá springur hann bara. Ef þú hittir Haaland úti á götu í Manchester þá held ég að þetta sé bara toppnáungi.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
Hide picture