fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Hermann uppljóstraði um slagsmál sem áttu sér stað í landsliðinu – ,,Hann hendir honum út og læsir hurðinni“

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. september 2024 20:30

Skjáskot/Dr. Football

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag og fór þar yfir hin ýmsu mál ásamt Hjörvari Hafliðasyni.

Hermann er fyrrum landsliðsmaður og er þjálfari í dag en hann tilkynnti í dag að hann væri hættur með ÍBV eftir að hafa komið liðinu í efstu deild.

Hjörvar spurði Hermann að athyglisverðri spurningu í þættinum sem tengdist harðjaxlinum Ólafi Þórðarsyni.

Hermann er sjálfur harður í horn að taka en þeir lentu í slagsmálum í landsliðsverkefni á sínum tíma sem endaði með miklum látum.

,,Ég rúllaði honum upp! Nei, nei við tókum stórskemmtileg slagsmál einu sinni. Það var í fyrstu landsliðsferðinni og það var leikur daginn eftir við Írland,“ sagði Hermann.

,,Ég náði honum eitthvað á æfingu og Siggi Jóns og þeir fóru aðeins að fíflast í honum með það svo eftir æfingu var farið upp á herbergi og í sturtu þar.“

,,Ég var með Helga Sig í herbergi og hann hendir honum út, læsir hurðinni og við við slógumst þar í 40 mínútur. Herbergið var handónýtt á eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift