fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hermann útskýrir af hverju hann er hættur með ÍBV – „Ég sé það ekki ganga upp að búa í bænum með unga fjölskyldu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. september 2024 13:15

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson lét mjög óvænt af störfum hjá ÍBV í dag nú þegar liðið er komið upp í Bestu deild karla. Hermann er fluttur frá Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni.

Hermann hafði stýrt ÍBV í þrjú ár þegar hann ákvað að stíga til hliðar frá uppeldisfélaginu sínu.

„Við ákváðum fyrr í sumar að við vildum flytja upp á land, erum flutt. Svo var fókus á tímabilið og skoða stöðuna, ég sé það ekki ganga upp að búa í bænum með unga fjölskyldu. Mér þykir það vænt um klúbbinn minn að ég vil ekki gera þetta með hangandi hendi,“ segir Hermann í hlaðvarpinu Dr. Football.

„Við erum komin upp á land og maður skilur eftir klúbbinn á frábærum stað, ég hef átt frábært samstarf og það hefur gengið á ýmsu. Ég er þakklátur fyrir traustið frá A-Ö.“

Hermann lét stjórn ÍBV vita af þessu. „Það eru tveir daga síðan að ég segi að þetta gangi ekki upp, það yrðu árekstrar og maður yrði alltaf að tosa sig í aðra hvora áttina.“

Hermann vill ólmur halda áfram að þjálfa. „Maður brennur fyrir þetta, þetta er rétt að byrja. Búin að ná stöðugleika síðustu ár,“ segir Hermann en hvert væri draumastarfið?

„United. Þessi maður (Erik ten Hag) veit ekkert, það er ekkert að frétta,“ sagði Hermann í léttum tón.

Hermann segist opin fyrir öllu en hann hefur öðlast mikla reynslu í þjálfun. „Ég er opin fyrir öllu, maður er búin að brenna fyrir þessa klúbba sem maður hefur verið hjá síðustu ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu