fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Einn af fáum sem hefur náð til Haaland? – ,,Áttaði sig á að hann myndi eiga erfiðan leik“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. september 2024 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wes Brown, goðsögn Manchester United, telur að Gabriel, leikmaður Arsenal, hafi náð til Norðmannsins Erling Haaland um helgina.

Haaland kastaði boltanum í Gabriel eftir 2-2 jafntefli liðanna á Etihad vellinum sem fór ekki of vel í leikmenn heimaliðsins.

City jafnaði metin á lokasekúndunum en Haaland átti heilt yfir ekki það góðan leik en skoraði þó fyrra mark heimaliðsins.

Brown telur að Gabriel hafi náð að pirra Haaland í viðureigninni en framherjinn er vanur því að vera of erfiður andsdtæðingur fyrir mótherja sína.

,,Ég tel að Gabriel hafi pirrað Erling Haaland í þessum leik. Þú gast séð nokkrar orustur þeirra á milli,“ sagði Brown.

,,Haaland áttaði sig á því að hann myndi eiga erfiðan leik gegn Gabriel, jafnvel þó hann hafi skorað. Það getur verið auðvelt að missa stjórn á skapinu.“

,,Þetta var stórleikur tveggja bestu liða Englands og ég tel að þau muni berjast um toppsætið. Það kemur ekki á óvart að þeir hafi lent í útistöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar