fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Segir frá því þegar hann sturlaðist í klefanum hjá United – Stjórinn niðurlægði hann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Jones fyrrum varnarmaður Manchester er í mjög áhugaverðu spjalli við High Performance hlaðvarpið. Jones er 32 ára gamall og hefur þuft að leggja skóna á hilluna.

Jones var öflugur framan af ferli sínum en meiðsli settu stórt strik í reikning hans og þurfti Jones að hætta fyrir um ári síðan.

Í hlaðvarpinu ræðir hann um atvik sem hann segir að það sé í eina skiptið á ferlinum sem hann hafi misst hausinn í klefanum.

Það gerðist árið 2022 þegar United tapaði 4-0 gegn Liverpool en Ralf Rangnick ákvað að taka Jones af velli í hálfleik.

„Ég hef aldrei misst hausinn í klefanum fyrir þetta atvik,“ segir Jones.

„Ég varð gjörsamlega brjálaður, ég trylltist. Hann niðurlægði mig, hann niðurlægði mig á Anfield. Erkifjendur okkar, stuðningsmenn okkar og fjölskylda.“

„Við vorum 2-0 undir hálfleik og vorum ekki góðir, við áttum ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ég hafði spilað ágætlega.“

Jones var ekki sáttur með þessa meðferð. „Ég hef horft aftur á þennan leik, ég gaf boltann aldrei frá mér og var rólegur undir pressu.“

„Ég er ekki að segja að ég hafi verið magnaður en ég átti ekki skilið að fara af velli í. hálfleik. Það voru leikmenn sem spiluðu miklu verr en ég, það var einfalt að taka mig af velli. Ég var blóraböggull.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi