fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir að Bellingham gæti klárað dæmið – Trent kemur til Real Madrid ef hann segir réttu orðin

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham gæti klárað það fyrir Real Madrid að Trent Alexander-Arnold komi til félagsins, þessu heldur fyrrum varnarmaður Liverpool fram.

Real Madrid vill fá Trent næsta sumar frá Liverpool þegar samningur hans er á enda, hann kæmi frítt til Real Madrid.

Trent og Bellingham eru miklir vinir og sjást eyða miklum tíma saman þegar þeir eru í verkefnum með enska landsliðinu.

Bild og Independent fjalla um málið og segja að áhugi Real Madrid sé svo sannarlega til staðar. Hann sé á lista yfir leikmenn sem félagið vill næsta sumar.

„Félagið sjálft er 95 prósent af því sem selur leikmanni, ef Trent ræðir við Jude og Jude segir réttu hlutina. Þá gæti það klárað málið,“ segir Glen Johnson fyrrum varnarmaður Liverpool.

„Jude gæti klárað dæmið og verið síðasta pússlið til að Trent tæki ákvörðun, ég held reyndar að Trent sé klár sama hvað Jude segir.“

Trent hefur ekki viljað gefa það út hvað hann er að hugsa og segist aðeins hugsa um þetta tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“