fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Þjálfarar á Englandi fóru að taka eftir bellibrögðum Arteta í fyrra og kvörtuðu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni fóru að kvarta undan hegðun leikmanna Arsenal á síðustu leiktíð þegar þeir fóru að greina leik liðsins.

Bellibrögð Mikel Arteta stjóra Arsenal hafa verið til umræðu eftir 2-2 jafntefli gegn Manchester City um helgina.

Á síðustu leiktíð fóru aðilar í deildinni að taka eftir þessu og þá eru nefndir til sögunnar leikir gegn Newcastle og Wolves á útivelli.

Þá er nefndur leikur gegn Brighton í desember á síðasta ári, fóru leikgreinendur að taka eftir brögðum Arsenal manna til að tefja og hafa áhrif á leikinn.

Var þetta flaggað við forráðamenn í deildinni en málið fór ekkert lengra en það.

Arteta gefur lítið fyrir þetta og ræddi við fréttamenn í dag. „Ég vil staðreyndir frekar en orð, sjáum hverjir verða með á morgun. Förum þá að ræða bellibrögð,“ sagði Arteta í dag fyrir leik gegn Bolton í deildarbikarnum á morgun.

Arteta lét Myles Lewis-Skelly ungan leikmann liðsins fara með skipanir til David Raya að tefja leikinn gegn Manchester City. Daily Mail fékk myndband sem sýnir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum