Tveir varnarmenn Arsenal komast í lið helgarinnar í enska boltanum eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester City í gær.
Leikmenn Arsenal vörðust nánast allan leikinn og þá sérstaklega eftir að Leandro Trossard lét reka sig af velli.
Tveir leikmenn Liverpool komast í liðið eftir góðan sigur á Bournemouth og Andre Onana tekur sér stöðu í markinu eftir að hafa haldið hreinu í markalaustu jafntefli Manchester United gegn Crystal Palace.
Nickolas Jackson framherji Chelsea og James Maddison komast einnig í liðið sem Troy Deeney velur fyrir BBC.
Liðið má sjá hér að neðan.