fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Dramatískur sigur Tottenham – Maðurinn sem hraunað var yfir reyndist hetjan

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. september 2024 20:53

Johnson og Son fagna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham vann afar dramatískan sigur á Coventry í enska deildarbikarnum í kvöld, allt stefndi í að liðið væri úr leik.

Coventry leiddi fram á 88 mínútu leiksins þegar Djed Spence jafnaði leikinn fyrir gestina frá Tottenham.

Sigurmarkið kom svo á 92 mínútu þegar Brennan Johnson skoraði laglegt mark. Markið var sætt fyrir Johnson sem hefur fengið mikinn skít síðustu daga.

Johnson átti slakan leik gegn Arsenal á sunnudag og létu stuðningsmenn Tottenham yfir honum, svo mikið að hann lokaði öllum samfélagsmiðlum.

Á sama tíma vann Brighton 3-2 sigur á Wolves og er komið áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham