Tottenham vann afar dramatískan sigur á Coventry í enska deildarbikarnum í kvöld, allt stefndi í að liðið væri úr leik.
Coventry leiddi fram á 88 mínútu leiksins þegar Djed Spence jafnaði leikinn fyrir gestina frá Tottenham.
Sigurmarkið kom svo á 92 mínútu þegar Brennan Johnson skoraði laglegt mark. Markið var sætt fyrir Johnson sem hefur fengið mikinn skít síðustu daga.
Johnson átti slakan leik gegn Arsenal á sunnudag og létu stuðningsmenn Tottenham yfir honum, svo mikið að hann lokaði öllum samfélagsmiðlum.
Á sama tíma vann Brighton 3-2 sigur á Wolves og er komið áfram.