fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Gísli Freyr segir vont að búa til svona samfélag á Íslandi – „Þetta er ömurlegt þegar það gerist en það mótar okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Freyr Valdórsson stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmál segir að það sé ekki gott að búa til samfélag þar sem úrslit í íþróttaleikjum skipti ekki máli.

Hann ræðir um þetta í hlaðvarpinu Ein pæling, hann segir það ekki gott þegar foreldrar eða þjálfarar segi að úrslit í leikjum skipti ekki máli.

Gísli talar af reynslu sem faðir. „Það er verra þegar foreldrar eða þjálfarar segja að það skipti ekki máli,“ segir Gísli.

„Ég hef keyrt heim af 200 fótboltamótum, krakkarnir eru mikið að ræða hvernig þetta fór. Það skiptir þá máli hvernig þetta fer, það er í fínu lagi.“

Hann segir það lærdóm fyrir lífið að læra að tapa, takast á við slíkt áfall enda sé lífið þannig að áföll muni eiga sér stað.

„Það er í góðu lagi að vera fúll ef þú tapar, ef þú ert fúll að tapa íþróttaleik. Þá er það bara gott, þú hefur gott af því að tapa. Þú hefur gott af því að mistakast, þú hefur gott af því að lenda í erfiðleikum.“

„Það er vont að við séum samfélag þar sem ekki má gera mistök, það eru þau sem móta okkur og gera okkur sterkari.“

Gísli heldur svo áfram. „Ég sem foreldri vill ekki að börnin lendi í fjárhagsáhyggjum, ástarsorg, sagt upp í starfi. Við höfum öll lent í þessu sem fullorðið fólk, þetta er ömurlegt þegar það gerist en það mótar okkur.“

Að endingu tekur Gísli dæmi um sjálfan sig þegar hann var aðstoðarmaður innanríkisráðherra og lak út minnisblaði í fjölmiðla.

„Ég gerði stór mistök fyrir tíu árum sem var landsþekkt, en þetta mótar þig og sterkari. Gerir þig færari að gera hlutina betur,“ segir Gísli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu