fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Halda því fram að fordómar gegn erlendum leikmönnum séu hjá aganefnd KSÍ – „Hann er dökkur á hörund“

433
Föstudaginn 13. september 2024 12:57

Mynd: Þungavigtin/Vísir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mesta þvæla sem þessi aganefnd hefur gert, þetta er svo mikið djók. Það er aldrei neitt samræmi hjá þessari nefnd,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar í þætti dagsins.

Umræðan skapaðist í kringum leikbann sem Guðmundur Kristjánsson leikmaður Stjörnunnar fékk í vikunni. Guðmundur fékk eins leiks bann fyrir að kýla Böðvar Böðvarsson leikmann FH í andlitið.

Kristján hélt því fram í þættinum að í aga og úrskurðarnefnd KSÍ væru fordómar gegn erlendum leikmönnum og vísaði í færslu sem Ískar Snævar Þorvaldsson setti á X-ið í vikunni. „Hann er dökkur á hörund, ég held því statt og stöðugt fram að þetta séu rasistar,“ sagði Kristján í þættinum.

Ríkharð Óskar Guðnason svaraði þá Kristjáni.„Þetta eru ekki rasistar. Ertu að halda því fram að útlendingar fái lengri bönn?,“ sagði Ríkharð.

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA taldi upp nokkur dæmi um að erlendir leikmenn fái iðulega lengri bönn fyrir brot af sambærilegum hætti og jafnvel minna alvarlegri hluti en Guðmundur gerðist sekur um.

„Þegar þú tekur 15 bönn og ferð yfir þau, þá fá útlendingar lengri bönn en Íslendingar. Það lítur þannig út, það er ekki hægt að líta framhjá því. Eina sem ég veit að mörgum stórum skitum í KSÍ, það geta allir skitið á sig. Þetta er sú stærsta, ég bjóst við fjórum leikjum. Aldrei undir þremur leikjum, að þetta sé einn leikur,“ sagði Mikael. „Ég bara trúði þessu ekki. Svo kemur enginn og útskýrir neitt.“

„Ég hef ekkert á móti Guðmundi, að hann fái einn leik í bann. Ef einhver kemur á KR-vellinum í kvöld og kýlir einhvern með krepptum hnefa, núna geta menn bara hamrað hvern annan og það er bara einn leikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar