fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Jón Dagur útskýrir fagnið umtalaða: ,,Ég sendi á hann fyrir leik að ég þyrfti að taka dabbið“

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. september 2024 21:19

Úr leiknum í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann góðan sigur á Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.

Ísland vann 2-0 heimasigur en Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson komust á blað fyrir okkar menn.

Jón Dagur ræddi við 433.is sem og aðra miðla eftir leik og var að vonum ánægður með sigurinn.

,,Það var kannski eina sem vantaði, að ná þriðja markinu og klára þetta alveg í lokin en það var virkilega gott að ná í þrjá punkta,“ sagði Jón Dagur.

,,Það mesta sem við getum tekið úr þessum leik er hvað við gáfum þeim fá tækifæri á að skora en auðvitað getum við spilað aðeins betur. Heilt yfir vorum við þéttir og flottir í dag.“

Jón Dagur ákvað að ‘dabba’ er hann fagnaði marki sínu og fór aðeins yfir söguna á bakvið það eftir leikinn.

,,Það kemur frá Alfreði Finnboga, hann gerði þetta út í Úkraínu og maður var að spila í hans treyju í fyrsta sinn í dag. Ég sendi á hann fyrir leik að ég væri að spila í ellefunni og því þyrfti ég að taka ‘dabbið.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar