fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Jón Dagur útskýrir fagnið umtalaða: ,,Ég sendi á hann fyrir leik að ég þyrfti að taka dabbið“

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. september 2024 21:19

Úr leiknum í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann góðan sigur á Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.

Ísland vann 2-0 heimasigur en Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson komust á blað fyrir okkar menn.

Jón Dagur ræddi við 433.is sem og aðra miðla eftir leik og var að vonum ánægður með sigurinn.

,,Það var kannski eina sem vantaði, að ná þriðja markinu og klára þetta alveg í lokin en það var virkilega gott að ná í þrjá punkta,“ sagði Jón Dagur.

,,Það mesta sem við getum tekið úr þessum leik er hvað við gáfum þeim fá tækifæri á að skora en auðvitað getum við spilað aðeins betur. Heilt yfir vorum við þéttir og flottir í dag.“

Jón Dagur ákvað að ‘dabba’ er hann fagnaði marki sínu og fór aðeins yfir söguna á bakvið það eftir leikinn.

,,Það kemur frá Alfreði Finnboga, hann gerði þetta út í Úkraínu og maður var að spila í hans treyju í fyrsta sinn í dag. Ég sendi á hann fyrir leik að ég væri að spila í ellefunni og því þyrfti ég að taka ‘dabbið.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu