fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Einkunnir úr Laugardalnum eftir sögulegan sigur Íslands – Jóhann Berg bestur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2024 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið byrjar Þjóðadeildina vel en liðið vann góðan 2-0 sigur á Svartfjallalandi í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins með skalla eftir hornspyrnu frá Jóhann Berg Guðmundssyni.

Föstu leikatriðin héldu áfram að gefa í síðari hálfleik þegar Jón Dagur Sigurðsson stangaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Lokastaðan 2-0.

Þetta var fyrsti sigur Íslands í Þjóðadeild UEFA en Ísland er síðasta þjóðin í þeirri keppni til að vinna leik.

Íslenska liðið var miklu sterkari aðili leiksins þrátt fyrir að hafa oft spilað betur en í kvöld.

Einkunnir frá Laugardalsvelli eru hér að neðan.

Hákon Rafn Valdimarsson 7
Þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum í leiknum en gerði allt vel

Alfons Sampsted 6
Smá skjálfti til að byrja með en kom sér ágætlega inn í leikinn.

Daníel Leó Grétarsson 7
Flottur leikur og framhald af því sem verið hefur í landsliðinu.

Hjörtur Hermannsson 6
Nokkrar skrautlegar sendingar í fyrri hálfleik en vann sig inn í leikinn.

Logi Tómasson 7
Mjög öflug frammistaða í fyrsta alvöru landsleik Loga í byrjunarliði.

Mikael Neville Anderson (´77) 6
Duglegur en vantaði gæðin á síðasta þriðjungi í fyrri hálfleik þar sem sendingarnar voru slakar.

Stefán Teitur Þórðarson 7
Harður í horn að taka og kemur með hæð á miðsvæðið sem getur nýst liðinu næstu árin.

Jóhann Berg Guðmundsson 7 – Besti maður vallarins
Stýrði spilinu vel og frábær hornspyrna í markinu hjá Orra.

Jón Dagur Þorsteinsson (´65) 7
Gerði vel í að taka markið sitt en var þess utan lítið í leiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson (´65) 7
Frábær hornspyrna í öðru markinu en vantaði aðeins að finna Gylfa oftar í þeim svæðum þar sem hann getur sært andstæðinginn.

Orri Steinn Óskarsson (´88) 7
Tók skallan vel og sýndi takta inn á milli.

Varamenn:

Andri Lucas Guðjohnsen (´65) 6
Komst lítið inn í leikinn.

Arnór Sigurðsson (´65) 6
Ágætis kraftur en leikurinn róaðist mikið eftir skiptingar Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Í gær

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Í gær

Dyche langlíklegastur til að fá starfið

Dyche langlíklegastur til að fá starfið