fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Íslendingar í miklum meirihluta meðal þeirra sem hafa hlotið refsingu fyrir kynferðisbrot á Íslandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega 8 af hverjum 10 tilfellum sem að Fangelsismálastofnun barst refsing til fullnustu, á árunum 2019-2023, fyrir kynferðisbrot var um að ræða íslenska ríkisborgara.

Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar varaþingmanns Flokks Fólksins.

Sigurjón óskaði meðal annars eftir svörum við því hvaða ríkisfang þeir einstaklingar hefðu sem sakfelldir hafa verið fyrir kynferðisbrot, samkvæmt almennum hegningarlögum, á síðustu 5 árum.

Í svarinu eru birtar sundurliðaðar tölur eftir ríkisfangi um þann fjölda refsinga sem bárust Fangelsismálastofnun á árunum 2019-2023 þar sem aðalbrotið var kynferðisbrot.

Árið 2019 var um að ræða 43 refsingar fyrir kynferðisbrot. Í 34 tilfellum var um að ræða íslenska ríkisborgara en 9 voru erlendir ríkisborgarar. Hinir erlendur ríkisborgarar voru af alls 8 þjóðernum. Flestir þeirra voru frá Írak, alls 2.

Árið 2020 fjölgaði refsingunum fyrir kynferðisbrot upp í 55. Þar af var um að ræða 44 íslenska ríkisborgara og 11 erlenda. Hinir erlendu voru af 6 þjóðernum. Flestir þeirra voru frá Póllandi, eða 5, en 1 af hverju hinna þjóðernanna.

Refsingunum fækkaði aftur árið 2021 en þá voru þær 36. Í 30 af þeim tilfellum var um að ræða Íslendinga og í 6 skiptanna erlenda ríkisborgara. Í tveimur af þeim tilfellum var um að ræða einstakling frá Póllandi en hinir 4 voru allir hver af sínu þjóðerninu.

Heildarfjöldi refsinga fyrir kynferðisbrot fór aftur upp á við árið 2022. Þá voru tilfellin alls 50. Í 36 af þeim skiptum var brotamaðurinn íslenskur en í 14 tilfellanna var um að ræða erlendan ríkisborgara. Af þessum 14 tilfellum var í 5 skipti um að ræða pólskan ríkisborgara en hinir 9 voru af mismundandi þjóðernum.

Heildartalan lækkaði aftur 2023 en þá voru refsingarnar fyrir kynferðisbrot alls 39. Í 31 tilfelli var um að ræða Íslending en í 8 tilfellum erlenda ríkisborgara en þeir voru allir með mismunandi ríkisfang.

Á þessu tímabili, 2019-2023, bárust því Fangelsismálastofnun alls 223 refsingar fyrir kynferðisbrot til fullnustu. Í 175 tilfellum var sá brotlegi íslenskur ríkisborgari, í 78,48 prósent tilvika. Alls var á þessu tímabili um að ræða 48 erlenda ríkisborgara, í 21,52 prósent tilvika.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Í gær

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi
Fréttir
Í gær

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur