fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Robbie Williams og Ayda deila sorgarfréttum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. september 2024 13:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Robbie Williams og eiginkona hans og sjónvarpsstjarnan Ayda, syrgja hundana sína tvo sem létust sama daginn.

Hjónin deildu sorgarfréttunum á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. „Í dag yfirgáfu hundarnir okkar, Poupette og Walle, þessa plánetu […] Þeir dóu saman uppi í rúmi, hlustandi á Dancing Queen og umkringdir endalausri ást.“

Ayda eignaðist Poupette fyrir átján árum og kynntist eiginmanninum hálfu ári síðar. Þá átti hann þrjá stóra hund og var Ayda hrædd um að hann myndi ekki vilja lítinn loðbolta. En poppstjarnan kolféll fyrir krúttinu og ári síðar bættist Walle við fjölskylduna.

Þegar Robbie og Ayda giftust var Poupette brúðarmær og Walle var svaramaður.

„Í dag lauk stórum kafla. Í fyrsta sinn í átján ár mun Poupette ekki fylgja mér eins og skugginn og loðnu vinir mínir munu ekki taka á móti mér þegar ég kem heim. Fólk sem hefur aldrei átt gæludýr á kannski erfitt með að skilja þessa sorg […] En fyrir fólkið sem hefur átt og misst gæludýr, þá býð ég samúð mína. Ég vona að það hjálpi. Ég ætla að fara að gráta og taka nokkra daga í að melta þetta allt saman,“ segir Ayda.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð