fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Gul viðvörun í dag og dýpri lægð á morgun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 07:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrkomusvæði fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi vegna lægðar sem í morgunsárið var stödd fyrir vestan okkur. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að spáð sé mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess.

Á morgun er svo önnur lægð í kortunum á svipuðum slóðum og verður sú dýpri en lægðin í dag.

„Það þýðir að vindur verður víða allhvass eða hvass (sunnan- eða suðvestanátt), jafnvel stormur í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Einnig má búast við talsverðri rigningu fyrri part dags sunnan- og vestanlands. Seinnipartinn á morgun dregur úr vætu og rofar til í norðausturfjórðungi landsins, þar eru horfur á að hiti nái 20 stigum í hnjúkaþey. Annað kvöld dregur síðan úr vindbelgingnum,“ segir veðurfræðingur á vef Veðurstofunnar.

Gul viðvörun er sem fyrr segir í gildi á Breiðafirði í dag og er hún í gildi frá klukkan 8 til 15. Eru vegfarendur hvattir til að fara með gát og þá sérstaklega þeir sem eru á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Sunnan og síðar suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðantil á landinu. Víða rigning fyrripart dags. Dálítil væta síðdegis, en léttir til norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi um kvöldið.

Á föstudag:

Suðvestan og sunnan 8-15 og lítilsháttar súld, en hægari vindur og léttskýjað austantil á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Fer að rigna vestanlands um kvöldið.

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 og víða bjart, en skýjað með köflum og smáskúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum á norðanverðu landinu, en stöku skúrir sunnantil. Kólnandi veður.

Á mánudag:

Norðanátt og lítilsháttar skúrir eða slydduél norðaustantil á landinu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig að deginum, mildast syðst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“