fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Líkur á að Aron Einar hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 14:00

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er líklegt að Aron Einar Gunnarsson hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili.

Aron samdi við Þór á dögunum og hefur spilað síðustu leiki með liðinu í Lengjudeildinni.

Frá upphafi hefur verið planið að Aron fari á láni erlendis og verði þar í vetur, hann mætir svo aftur heim næsta vor og heldur áfram að spila með uppeldisfélaginu.

Aron er 35 ára gamall og hefur verið sterklega orðaður við Kortrijk í Belgíu þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Þá hafa lið í Katar sýnt því áhuga á að semja við Aron sem lék lengi vel með Al-Arabi þar í landi og hefur gott orðspor í boltanum þar eftir dvöl sína þar.

Aron Einar hefur nokkra daga til að semja við lið úti og búast forráðamenn Þórs við því að Aron fari út á allra næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Í gær

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“