fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Paul Scholes var á Old Trafford í gær og tók eftir einu – Segir það stærsta áhyggjuefni United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. september 2024 21:00

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United segir stærsta vandamál liðsins vera það að leikmenn virðast ekki vera í formi til að klára leiki.

Scholes sá sína menn fá á kjaftinn um helgina þegar liðið tapaði 0-3 gegn Liverpool.

„Þetta var erfiður leikur, þeir verða að átta sig á því við hverja þeir voru að spila og það er langt í land fyrir United,“ segir Scholes.

„Miðsvæðið er stór veikleiki, Liverpool var miklu betri þar. Það sem ég tók mest eftir á vellinum var að Liverpool virkaði í betra formi og með meiri kraft á miðsvæðinu. Kobbie Mainoo var lengi í gangi og Bruno Fernandes virkaði bara orkulaus. Joshua Zirkzee þarf fleiri leiki til að komast í gang.“

Scholes segr lítið búið að tímabilinu en er hissa á því að sjá marga leikmenn United í veseni með að klára leiki. „Þetta var það sem mér fannst mest sláandi, tímabilið var að byrja en af hverju eru þeir ekki í formi.“

„Ef þú þarft að taka miðverði út af í hverjum leik af því að þeir eru ekki í formi, þá ertu í veseni. Þú átt aldrei að taka út miðverði nema vegna meiðsla.“

„Það er hægt að nota Evrópumótið sem afsökun en Liverpool var með leikmenn þar, önnur lið voru með leikmenn þar og þau eru ekki í neinu veseni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“