fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Paul Scholes var á Old Trafford í gær og tók eftir einu – Segir það stærsta áhyggjuefni United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. september 2024 21:00

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United segir stærsta vandamál liðsins vera það að leikmenn virðast ekki vera í formi til að klára leiki.

Scholes sá sína menn fá á kjaftinn um helgina þegar liðið tapaði 0-3 gegn Liverpool.

„Þetta var erfiður leikur, þeir verða að átta sig á því við hverja þeir voru að spila og það er langt í land fyrir United,“ segir Scholes.

„Miðsvæðið er stór veikleiki, Liverpool var miklu betri þar. Það sem ég tók mest eftir á vellinum var að Liverpool virkaði í betra formi og með meiri kraft á miðsvæðinu. Kobbie Mainoo var lengi í gangi og Bruno Fernandes virkaði bara orkulaus. Joshua Zirkzee þarf fleiri leiki til að komast í gang.“

Scholes segr lítið búið að tímabilinu en er hissa á því að sjá marga leikmenn United í veseni með að klára leiki. „Þetta var það sem mér fannst mest sláandi, tímabilið var að byrja en af hverju eru þeir ekki í formi.“

„Ef þú þarft að taka miðverði út af í hverjum leik af því að þeir eru ekki í formi, þá ertu í veseni. Þú átt aldrei að taka út miðverði nema vegna meiðsla.“

„Það er hægt að nota Evrópumótið sem afsökun en Liverpool var með leikmenn þar, önnur lið voru með leikmenn þar og þau eru ekki í neinu veseni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Í gær

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd