

Victor Osimhen framherji Napoli er að finna lausn á sínum málum áður en félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar á eftir.
Þannig hefur Napoli samþykkt að lána framherjann frá Nígeríu til Galatasaray.
Galatasaray mun sjá um launapakka framherjans sem vildi fara til Chelsea en hann náði ekki saman við enska liðið.
Osimhen gat farið til Sádí Arabíu en stökk ekki á það, þegar glugginn lokaði svo á Ítalíu á föstudag var Osimhen hent út úr hóp. Hann fær því ekki að spila þar.
Osimhen fer því til Tyrklands til að sanna ágæti sitt á nýjan leik en forráðamenn Galatasaray eru á leið til Ítalíu til að klára málið.
🚨🟡🔴 Galatasaray have reached an agreement in principle with Napoli over loan deal for Victor Osimhen!
One year loan, salary covered as Napoli have accepted these conditions.
Gala’s delegation to meet with Osimhen in Napoli in next hours for final green light to the move. pic.twitter.com/Heh7SJ50Yc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024