

Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur ekki miklar áhyggjur af vængmanninum öfluga Federico Chiesa.
Chiesa gekk í raðir Liverpool í sumar frá Juventus en hann kostaði aðeins 11 milljónir punda.
Chiesa meiddist alvarlega árið 2022 og missti af mörgum leikjum og hefur einnig glímt við mörg smávægileg meiðsli.
Það veldur stuðningsmönnum Liverpool áhyggjum en Slot hefur trú á að Chiesa geti verið til taks á Anfield.
,,Það er rétt að hann hafi lent í veseni með krossbandið en fyrir utan það voru engin alvarleg meiðsli,“ sagði Slot.
,,Ég treysti mínu starfsfólki, hann er ekki eini vængmaðurinn hjá okkar félagi, við erum með fleiri.“
,,Ef hann er ekki nothæfur á ákveðnum tímapunkti þá erum við með aðra leikmenn sem geta spilað.“