
Raheem Sterling vill fara til Arsenal frá Chelsea og miðar viðræðum vel áfram. Frá þessu greina helstu miðlar.
Sterling er algjörlega úti í kuldanum á Stamford Bridge og hefur verið orðaður við Arsenal í dag. Nú virðast auknar líkur á að skiptin gangi í gegn og að lánssamningur verði niðurstaðan.
Enski kantmaðurinn vill fá að spila og kveðst spenntur fyrir því að fara til Arsenal. Hefur hann látið það í ljós.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, og Sterling unnu áður saman hjá Manchester City og virðast vera góðar líkur á að þeir geri það á nýjan leik á þessari leiktíð.