Federico Chiesa mun klæðast treyju númer 14 hjá Liverpool en félagið staðfesti kaup sín á kappanum áðan.
Chiesa er keyptur frá Juventus og gæti spilað sinn fyrsta leik á sunnudag gegn Manchester United.
„Þegar Richard Hughes (Yfirmaður knattspyrnumála) og spurði hvort ég vildi koma og svo hringdi Arne Slot, þá sagði ég strax já. Ég þekki sögu félagsins,“ segir Chiesa.
„Ég veit hversu miklu máli Liverpool skiptir stuðningsmenn félagsins.“
„Ég er svo ánægður og geta ekki beðið eftir því að byrja.“