Neal Maupay er á förum frá Everton en hann verður lánaður til Marseille sem þarf svo að kaupa hann.
Maupay virðist ansi sáttur með það að losna frá Everton þar sem hann er ekki sáttur.
Maupay notar atriði úr hinni vinsælu Shawshank Redemption til að láta vita að hann sé á förum.
Þar er aðalpersónan úr myndinni búinn að flýja fangelsi og Maupay telur Everton hafa verið hálfgert fangelsi fyrir sig.
Maupay er mjög umdeildur knattspyrnumaður en færslan fer ekki vel í stuðningsmenn Everton.
https://t.co/H4AaFp4Iu2 pic.twitter.com/aJywOsdXgB
— Neal Maupay (@nealmaupay_) August 29, 2024