fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Þetta eru allar helstu kjaftasögurnar á Englandi í dag – Glugginn lokar á morgun og búist er við fjöri

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun og er búist við miklu fjöri og á morgun áður en glugginn lokar um kvöldið.

Mikið af kjaftasögum er í gangi og margt áhugavert gæti gerst á næsta sólarhringnum áður en glugginn lokar. Federico Chiesa ætti að verða leikmaður Liverpool í dag en hann kom til Bítlaborgarinnar í gær. Kaupverðið er um 12 milljónir punda frá Juventus.

Aaron Ramsdale fer í læknisskoðun hjá Southampton í dag en markvörðurinn frá Arsenal kostar í kringum 25 milljónir punda.

Það kom í ljós í gær að Ramsdale væri á förum frá Arsenal.

Manchester United ætti svo að ganga frá kaupum á Manuel Ugarte í dag en hann gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford í gær.

Þá er allt klárt hjá Scott McTominay til að ganga í raðir Napoli á Ítalíu og er búist við að hann skrifi undir í dag. Kaupverðið er 25 milljónir punda frá Manchester United.

Hér að neðan eru helstu sögur dagsins.

Chelsea lánaði Kepa til Bournemouth í morgun en fyrst gerði hann nýjan samning við Chelsea.

Jadon Sancho kantmaður Manchester United vill frekar fara til Chelsea en Juventus en bæði lið hafa áhuga.

Sékou Kone 18 ára miðjumaður frá Malí er mættur í læknisskoðun hjá Manchester United. Manuel Ugarte verður líklega kynntur í dag.

Federico Chiesa er í læknisskoðun hjá Liverpool í dag og gæti gengið frá öllum lausum endum.

Arsenal reynir að kaupa Joan Garcia markvörð Espanyol nú þegar Aaron Ramsdale fer til Southampton.

Stefan Bajcetić er að fara til RB Salzburg á láni frá Liverpool. Barcelona vildi fá hann en hafði ekki efni á honum.

Getty Images

Crystal Palace er að kaupa Maxence Lacroix varnarmann Wolfsburg á 21 milljón punda.

Liverpool hafnaði því að lána Tyler Morton til Bayer Leverkusen en miðjumaðurinn er 21 árs gamall.

Newcastle ætlar að reyna að kaupa James Trafford markvörð Burnley.

Stuttgart reynir að fá Trevoh Chalobah á láni frá Chelsea en hann bíður eftir liðum á Englandi.

Neal Maupay er að fara frá Everton til Marseille í Frakklandi á láni.

Aston Villa er að lána Enzo Barrenechea til Valencia en liðið fékk hann frá Juventus í sumar.

Sam Johnstone markvörður Crystal Palace er á leið til Wolves.

Victor Osimhen bíður eftir Chelsea og hvort félagið geti keypt hann frá Napoli, annars fer hann til Sádí Arabíu.

Romelu Lukaku ætti að verða leikmaður Napoli í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza