

Tólf leikmenn Chelsea hafa undanfarna daga og vikur ekki fengið að mæta til vinnu og æfa með aðalliði félagsins. Leikmennirnir þéna 1,22 milljón punda í laun á viku.
Kepa Arrizabalaga fór á láni til Bournemouth í dag en Chelsea heldur áfram að borga stærstan hluta launa hans sem eru 27 milljónir á viku.
Romelu Lukaku er líklega að fara til Napoli en hann hefur undanfarið æft með hópi sem félagið vill losna við en fengið 60 milljónir í laun á viku.

Raheem Sterling má ekki æfa með Chelsea þessa dagana og reynir Chelsea að losna við hann, hann er með sama launapakka og Lukaku.
Ben Chilwell og fleiri eru í sömu stöðu en á meðan mennirnir fá ekki að mæta til vinnu er Chelsea að borga þeim 222 milljónir í laun á viku.
Leikmenn sem Chelsea vill losna við:
Romelu Lukaku – £325,000
Raheem Sterling – £325,000
Ben Chilwell – £200,000
Kepa Arrizabalaga – £150,000
Trevoh Chalobah – £50,000
Armando Broja – £40,000
Deivid Washington – £40,000
David Datro Fofana – £30,000
Harvey Vale – £26,000
Angelo Gabriel – £25,000
Alex Matos – £5,500
Lucas Bergstrom – £3,000