Scott McTominay fékk gjöf frá stuðningsmanni er hann kvaddi Old Trafford, heimavöll Manchester United, í gær. Hann er á leið til Napoli.
Skotinn er uppalinn hjá United og hefur spilað 255 leiki fyrir aðalliðið. Hann var á leið inn í síðasta ár samnings síns og fer nú til Napoli á 25 milljónir punda.
Er McTominay kvaddi Old Trafford í gær gaf hann sér tíma fyrir aðdáendur og þar á meðal hana Skye, sem hafði útbúið armband fyrir hann.
McTominay er þó ekki fyrsti leikmaður sem fær armband frá Skye, en hún er gjörn á að gefa þau til leikmanna United.
„Vá, þakka þér kærlega. Þetta er mjög fallegt. Ég ætla að láta það á mig,“ sagði McTominay við Skye.
Myndband af þessu er hér að neðan.
@skyesportsnewss Sad to see him go hope he does good at his next club🫶🏻 @Manchester United #scottmctominay #mctominay #footballfans #footballtiktok #manchester #manchesterunited #manutd #manutdtiktok #mufc #fyp #foryoupage #fpl #premierleauge #blowthisup #transfermarkt #herewego #thereweland #footballedit #mufc_team💥 #ggmu #academyballer #manunited #manunitedfc #oldtrafford #oldtrafford_team💥 ♬ original sound – Skyesportsnewss