fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Hareide hringdi í Jóhann Berg eftir skiptin til Sádí Arabíu og vildi kanna metnað hans fyrir landsliðinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands situr í sólinni á Spáni þessa dagana, hann kveðst hafa ákveðið að flýja vont veður í Noregi en er væntanlegur til Íslands á sunnudag.

Hareide sagði að sólin færi vel í sig og væri góð fyrir heilsuna. Einn íslenskur landsliðsmaður er að venjast góðu veðri því Jóhann Berg Guðmundsson fór í síðustu viku til Sádí Arabíu.

Jóhann samdi þá við Al-Orobah í úrvalsdeildinni þar í landi. Vonast Hareide til að sólin og hitinn hjálpi Jóhanni að vera í betra formi en áður?

„Það er ekki það sama og ég sem er eldri, ég þarf ekki að hlaupa,“ sagði Hareide og glotti.

Jóhann spilaði sinn fyrsta leik á föstudag í Sádí Arabíu og spilar aftur í kvöld. „Það voru 43 gráður þegar hann spilaði síðasta leik, hann hefur spilað sinn fyrsta leik. Jóhann þarf að venjast veðrinu, svo lengi sem hann spilar reglulega þá er hann í mínum plönum,“ segir Hareide.

Hareide kveðst hafa hringt í Jóhann þegar hann fór til Sádí Arabíu til að forvitnast um það hvort hann hefði áfram metnað fyrir landsliðinu. „Metnaðurinn, hann vill ólmur spila fyrir Ísland. Það sem þú sást á Evrópumótinu, þú sást leikmenn á EM koma úr deildinni í Sádí Arabíu og margir gerðu vel. Vonandi finnur Jóhann sinn takt þarna, við þurfum að sjá á hvað getustigi hann er að spila. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og vonandi helst hann heill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar