fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Bregst við stóru fréttum helgarinnar af Orra – „Þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir það hafa sína kosti og galla ef Orri Steinn Óskarsson framherji FCK í Danmörku færi til Manchester City á Englandi.

Risarnir á Englandi hafa sýnt Orra áhuga en það er ólíklegt að þeir kaupi hann núna, líklegast er að Orri fari til Real Sociedad á Spáni.

Áhugi Manchester City er þó til staðar og það er eitthvað sem er mikið hrós fyrir hinn tvítuga sóknarmann. Greint var frá því um helgina að City væri með Orra á blaði.

„Ég mun ræða framtíðina þegar hann kemur inn, það er mikilvægt fyrir leikmenn að taka sína ákvörðun og láta mig ekki trufla sig. Ég vel leikmenn ef þeir spila vel, sumir leikmenn biðja mig um ráð en ég geri það ekki af fyrra bragði,“ segir Hareide en landsliðsþjálfarinn hittir hóp sinn á mánudag fyrir komandi leiki gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi.

Hareide telur að það myndi gefa vel í aðra hönd fyrir Orra að fara til City en hann myndi líklega ekki spila mikið. „Þú vilt að þessir leikmenn fari í bestu félögin en ég vil líka að þeir spili. Ef Manchester City kaupir Orra sem varaskeifu fyrir Halland, þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig. FCK er líklega að fara í Sambandsdeildina og hann mun spila mikið þar.“

Hareide segir þó að líklega myndi Orri bæta sig á hverjum degi á æfingasvæðinu.

„Ef þú ferð í stórlið þá eru margir góðir leikmenn í kringum, það eru margir í hans stöðu sem myndu vilja komast þangað. Orri er með tvo afburða hæfileika, hann tímasetur hlaupin frábærlega og hann er hrikalega góður að klára færin. Með góða leikmenn í kringum sig getur þú bætt þig, ef þú ert með De Bruyne fyrir aftan þig þá áttu góðan séns á því að skora mörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn