fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Gummi Tóta fór í slaka deild að mati Hareide og er því ekki hópnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 13:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir að Guðmundur Þórarinsson komist ekki í landsliðshóp sinn að þessu sinni þar sem hann hafi skipt um deild í sumar, farið frá Grikklandi til Armeníu sem sá norski gefur ekki mikið fyrir.

Guðmundur samdi við Noah í Armeníu í sumar eftir að hafa spilað með Krít á Grikklandi.

„Hann er mættur í slakari deild, á hans aldri er ekki gott fyrir leikmann að fara í slakari deild,“ segir Hareide en Guðmundur er 32 ára gamall.

Ummæli Hareide vekja nokkra athygli en Guðmundur hefur með Noah spilað Evrópuleiki og staðið sig vel í upphafi tímabils.

Logi Tómasson og Kolbeinn Birgir Finnsson eru í hópnum sem vinstri bakverðir. „Við verðum að skoða Loga og Kolbein sem eru yngri, ég hef skoðað Loga í Noregi og hann hefur spilað mjög vel. Hann er frábær sóknarmaður, hann verður að laga varnarleikinn sinn. Hann er í öðru hlutverki í Noregi þar sem hann spilar sem vængbakvörður en hjá okkur er hann aftar. Kolbeinn er svo mættur til Utrecht í Hollandi sem er gott skref fyrir hann.“

Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 6. september og Tyrklandi í Izmir mánudaginn 9. september. Þetta eru tveir fyrstu leikir Íslands í keppninni, en Wales er fjórða liðið í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn