fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Gummi Tóta fór í slaka deild að mati Hareide og er því ekki hópnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 13:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir að Guðmundur Þórarinsson komist ekki í landsliðshóp sinn að þessu sinni þar sem hann hafi skipt um deild í sumar, farið frá Grikklandi til Armeníu sem sá norski gefur ekki mikið fyrir.

Guðmundur samdi við Noah í Armeníu í sumar eftir að hafa spilað með Krít á Grikklandi.

„Hann er mættur í slakari deild, á hans aldri er ekki gott fyrir leikmann að fara í slakari deild,“ segir Hareide en Guðmundur er 32 ára gamall.

Ummæli Hareide vekja nokkra athygli en Guðmundur hefur með Noah spilað Evrópuleiki og staðið sig vel í upphafi tímabils.

Logi Tómasson og Kolbeinn Birgir Finnsson eru í hópnum sem vinstri bakverðir. „Við verðum að skoða Loga og Kolbein sem eru yngri, ég hef skoðað Loga í Noregi og hann hefur spilað mjög vel. Hann er frábær sóknarmaður, hann verður að laga varnarleikinn sinn. Hann er í öðru hlutverki í Noregi þar sem hann spilar sem vængbakvörður en hjá okkur er hann aftar. Kolbeinn er svo mættur til Utrecht í Hollandi sem er gott skref fyrir hann.“

Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 6. september og Tyrklandi í Izmir mánudaginn 9. september. Þetta eru tveir fyrstu leikir Íslands í keppninni, en Wales er fjórða liðið í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar