

Nancy Dell’Olio fyrrum ástkona Sven-Göran Eriksson brotnaði niður þegar hún ræddi um andlát Eriksson sem lést í vikunni eftir erfið veikindi.
Nancy Dell’Olio og Eriksson voru saman frá 1997 til 2007 en á þeim tíma var hann meðal annars þjálfari Englands.
Eriksson lést, 76 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein í brisi. Greint var frá andláti hans á mánudag.. Í upphafi þessa árs greindi Svíinn frá veikindum sínum og sagðist eiga ár eftir í besta falli. Um er að ræða fyrrum landsliðsþjálfara Englands, sem og liða eins og Manchester City, Roma, Lazio og Fiorentina.
„Það er erfitt að ræða um Sven vitandi að hann er ekki hérna lengur,“ segir Nacny í samtali við GMB í Bretlandi.

„Þegar þú hefur elskað einhvern þá elskar þú hann alltaf.“
Hún segir að Eriksson hafi lítið viljað ræða málin síðustu mánuði.
„Þegar við gátum talað saman í síma þá sagðist hann vera í lagi en hann svaraði ekki oft. Hann sagðist vera á leið í meðferð vegna veikinda. Ég hugsaði aldrei um að hann væri að fara að deyja, þú treystir alltaf á kraftaverkið. Ég vonaðist alltaf eftir því að þetta væru mistök hjá læknunum.“
‘Until life is gone, you always believe there will be some sort of miracle.’
Nancy Dell’Olio emotionally tells us about the last conversation she had with Sven-Göran Eriksson before he died. pic.twitter.com/kNBHB153xr
— Good Morning Britain (@GMB) August 28, 2024