fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins botnar ekki í umræðunni – Segir frá kjaftasögu úr Vesturbænum sem varpar nýju ljósi á hlutina

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fréttafár í kringum leik HK og KR sem átti að fara fram í Kórnum 8. ágúst síðastliðinn. Leikurinn gat ekki farið fram vegna brotins marks og honum því frestað. KR-ingar kvörtuðu sáran yfir þessari niðurstöðu og vildu fá dæmdan 3-0 sigur, en fengu að lokum ekki.

Leikurinn fór svo loks fram í síðustu viku og vann HK 3-2 í þessum fallbaráttuslag. KR hafði áður áfrýjað niðurstöðunni um að leikurinn ætti að fara fram og vildu fá dæmdan sigur vegna ófullnægjandi vallarastæðna. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði málinu frá en KR áfrýjaði. Áfrýjunardómstóll hafnaði síðar kröfu KR.

Bjarni Helgason, íþróttablaðamaðurinn geðþekki á Morgunblaðinu, skrifar áhugaverðan pistil í blað dagsins um þetta mikla hitamál í Kórnum.

„Mikið grín var gert að KR-ingum fyrir að fara með málið alla leið, en af hverju samt? Að mínu mati átti kærugleði Vesturbæinga fullan rétt á sér,“ skrifar Bjarni meðal annars.

„Sagan úr Vesturbænum er sú að HK-ingar hafi vitað af því frá því í hádeginu á fimmtudeginum að markið væri brotið. Hvort það sé allt saman satt og rétt getum við látið liggja á milli hluta en félagið var ekki að undirbúa Old Boys-mót í Kórnum heldur leik í efstu deild.“

Bjarni setur spurningamerki við fordæmið sem málið gæti gefið.

„Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort önnur félög taki ekki upp á því að gata mörkin á heimavöllum sínum á leikdegi, í komandi framtíð, sérstaklega ef það vantar þrjá til fjóra lykilmenn í liðið eða jafnvel fleiri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða