

Arsenal er að reyna að ganga frá lausum endum er verðar Mikel Merino en miðjumaðurinn frá Spáni hefur verið í London síðustu daga.
Merino hefur verið í læknisskoðun hjá Arsenal en félögin eru að reyna að ganga frá lausum endum.
Allir aðilar telja að það takist að klára hlutina fyrir föstudag þegar félagaskiptaglugginn lokar á föstudag.
Kaupverðið verður 32,5 milljónir punda með bónusum og gæti Merino spilað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal um helgina gegn Brighton.
Merino er spænskur landsliðsmaður sem kemur frá Real Sociedad en hann lék í eitt ár hjá Newcastle áður en hann fór aftur heim til Spánar.