fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Chelsea og Manchester United að skiptast á leikmönnum?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 08:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea og Manchester United gætu skipst á leikmönnum fyrir gluggalok ef marka má enska miðla.

Jadon Sancho er orðaður við Chelsea en Sky Sports segir enska félagið sem og Juventus hafa áhuga á Englendingnum. Þar kemur einnig fram að Chelsea gæti sent leikmann í hina áttina og annars staðar er því velt upp hvort leikmennirnir sem um ræðir séu Raheem Sterling eða Ben Chilwell, sem eru úti í kuldanum á Stamford Bridge.

Sancho virðist ekki vera inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra United. Þeir áttu í stríði á síðustu leiktíð sem endaði með því að kantmaðurinn var lánaður aftur til Dortmund, en í sumar bárust þær fréttir úr herbúðum United að þeir hefðu átt sáttarfund. Þrátt fyrir það hefur Sancho verið utan hóps hjá United í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt Sky Sports vill United helst selja Sancho ef hann fer annað, en það kemur líka til greina að hleypa honum burt á láni.

Félagaskiptaglugganum verður skellt í lás á föstudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea