fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Besta deildin: Gríðarleg dramatík í tveimur leikjum – Höskuldur hetjan á 95. mínútu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 18:59

Höskuldur Gunnlaugsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er komið á toppinn í Bestu deild karla eftir leik við ÍA á Akranesi í kvöld en leikið var í 20. umferð.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en ÍA tók forystuna á 63. mínútu og hélt henni í um 20 mínútur.

Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin fyrir Blika á 82. mínútu og virtist leikurinn ætla að enda með jafnefli.

Blikar fengu hins vegar vítaspyrnu á 94. mínútu og úr henni skoraði Höskuldur Gunnlaugsson til að tryggja gríðarlega mikilvæg þrjú stig.

Á sama tíma var dramatík á heimavelli Fram þar sem KA kom í heimsókn og vann 2-1 sigur og þá með marki í uppbótartíma.

ÍA 1 – 2 Breiðablik
1-0 Hlynur Sævar Jónsson(’63)
1-1 Kristófer Ingi Kristinsson(’82)
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson(’95, víti)

Fram 1 – 2 KA
1-0 Viðar Örn Kjartansson(‘9)
1-1 Hans Viktor Guðmundsson(’19, sjálfsmark)
1-2 Dagur Ingi Valsson(’92)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild