fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Gefur í skyn að sjónvarpsþættirnir heimsfrægu séu að snúa aftur: Hefur lengi barist fyrir því – ,,Sagði ykkur það!“

433
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir það einn vinsælasti fótboltaþáttur í sögunni sé mögulega að snúa aftur en um er að ræða þáttaröðina um Ted Lasso.

Ted Lasso serían vakti mikla athygli á sínum tíma en þar er fjallað um Bandaríkjamann sem tekur við liði í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta lið ber heitið AFC Richmond sem spilar þó ekki í úrvalsdeildinni í veruleikanum – þessir þættir fengu frábærar móttökur á sínum tíma.

Nick Mohammed, einn af aðalleikurum Ted Lasso, hefur nú skrifað athyglisverð skilaboð á Twitter eða X eins og samskiptamiðillinn heitir í dag.

Mohammed hefur lengi barist fyrir fjórðu seríu af Ted Lasso og ekki hikað við það að tala opinberlega um það mál.

,,Ég sagði ykkur það,“ skrifaði Mohammed á X og virðist gefa í skyn að fjórða serían af Ted Lasso verði gefin út en hvenær það gerist er óljóst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild