fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Snýr aftur í atvinnumennsku eftir skelfilega áras: Stunginn í höfuðið af glæpamönnum – Á að baki enska landsleiki

433
Laugardaginn 24. ágúst 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Wisdom, fyrrum leikmaður Liverpool, er snúinn aftur í atvinnumennsku en hann hefur gert samning við Derry City í Írlandi.

Wisdom er nú atvinnumaður í fyrsta sinn í þrjú ár en hann var á mála hjá Derby frá árinu 2017 til 2021.

Tveimur árum seinna samdi Wisdom við lið Wattington Town í utandeildinni og tókst að spila yfir 30 leiki þar.

Wisdom lenti í hrottalegri árás árið 2020 en hann var þá stunginn í höfuðið af glæpamönnum sem voru á eftir rándýru úri leikmannsins.

Wisdom þurfti því að taka sér góða pásu frá boltanum en góðu fréttirnar eru að hann er nú orðinn atvinnumaður á ný í fyrsta sinn í fjögur ár.

Wisdom bar fyrirliðabandið hjá Derby í næst efstu deild en hann spilaði einnig 22 leiki fyrir Liverpool á sínum tíma og var talinn mikið efni.

Bakvörðurinn var gríðarlega efnilegur á sínum tíma og spilaði einnig fyrir lið eins og West Brom, Norwich, Red Bull Salzburg og þá enska U21 landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum