fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Virka mjög ánægðir eftir að hann kvaddi félagið fyrir helgi: Fengu risaupphæð í vasann – ,,Stórkostlegt afrek“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool voru flestir mjög ánægðir með fréttir fimmtudagsins en greint var frá því að Sepp van den Berg væri farinn frá félaginu.

Van den Berg er 22 ára gamall miðvörður en hann gekk í raðir Brentford fyrir um 30 milljónir punda.

Hollendingurinn hefur lengi verið orðaður við brottför en hann spilaði með Mainz í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þar stóð varnarmaðurinn sig mjög vel á lánssamningi og var í kjölfarið orðaður við brottför frá enska félaginu.

Þeir sem styðja Liverpool telja að félagið sé að gera virkilega vel með því að selja leikmanninn sem virtist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu.

,,Að fá 30 milljónir fyrir hann eru ótrúleg viðskipti af hálfu félagsins,“ skrifar einn á Twitter eða X.

,,Við fengum 57 milljónir fyrir Fabio Carvalho og Van den Berg, stórkostlegt afrek hjá herra Richard Hughes,“ bætir annar við.

Fleiri taka undir ummælin en Carvalho var einnig seldur til Brentford fyrr í þessum sumarglugga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum