fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Grét í bílnum í hvert einasta skipti: Þakklátur mörgum árum seinna – ,,Ég hataði að fara út með honum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker, leikmaður Manchester City, viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að spila fótbolta á sínum yngri árum.

Ástæðan var faðir leikmannsins, Michael, sem var harður í horn að taka og lét Walker heyra það í hvert skipti sem þeir spiluðu saman.

Michael vildi aðeins það besta frá syni sínum sem hefur líklega borgað sig þar sem um er að ræða einn besta bakvörð í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Walker viðurkennir þó að það hafi verið erfitt að taka þessari gagnrýni á svo ungum aldri en er þakklátur mörgum árum seinna.

,,Pabbi minn, ég hataði að fara út með honum. Það skipti engu máli hvort ég væri góður eða lélegur, ég endaði alltaf á því að gráta í bílnum,“ sagði Walker.

,,Ég get ekki gagnrýnt hann því þetta uppeldi gerði mig að þeim manni og þeim leikmanni sem ég er í dag.“

,,Í byrjun ferilsins þá var ég alltaf að reyna að sannfæra föður minn um að hann hefði rangt fyrir sér. Hann gerði þetta því hann vildi það besta fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum