fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Eltihrellir slapp úr haldi og gerði hann dauðhræddan: Lögreglan bankaði á dyrnar – ,,Ég sver til Guðs“

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 19:30

McCoist til hægri ásamt Laura Woods.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ally McCoist, goðsögn Rangers, viðurkennir að hafa lent í ansi óþægilegu atviki er hann var leikmaður félagsins á sínum tíma.

McCoist spilaði yfir 60 landsleiki fyrir Skotland og tæplega 600 leiki fyrir Rangers og raðaði þar inn mörkum.

McCoist lenti í ansi óhugnanlegu atviki á sínum tíma er lögreglan bankaði á dyrnar og varaði hann við því að ónefnd dama væri sloppin úr haldi af geðdeildinni.

Þessi kona hefði elt McCoist í dágóðan tíma áður en hún var lögð inn á spítala en ekki löngu seinna var hún komin á götur borgarinnar á ný en án leyfis.

McCoist var spurður út í það hvort hann hefði lent í óhugnanlegu atviki sem leikmaður og hafði þessa sögu að segja en vildi þó ekki fara út í mörg smáatriði.

,,Já klárlega, lögreglan bankaði einu sinni á dyrnar hjá mér. Þetta var þegar ég bjó í East Kilbride,“ sagði McCoist.

,,Ég ætti ekki að fara út í smáatriðin en lögreglan mætti á staðinn til að láta mig vita að ákveðin manneskja hefði sloppið úr haldi. Ég sver til Guðs.“

,,Þeir vildu vara mig við, sögðu mér að hafa augun opin og sýndu mér mynd af manneskjunni.“

McCoist viðurkennir að hafa verið dauðhræddur eftir að hafa heyrt þessar fréttir en sem betur fer þá fór allt vel að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze