
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, mun setjast niður með forráðamönnum félagsins og ræða nýjan samning um leið og félagaskiptaglugganum verður skellt í lás. Frá þessu sagði hann í dag.
Arteta er á leið inn í lokaár samings síns hjá Arsenal en talið er að hann muni án efa skrifa undir nýjan. Spánverjinn hefur gjörbreytt liði Arsenal síðan hann tók við fyrir tæpum fimm árum. Undanfarin tvö tímabil hefur liðið verið í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.
„Einbeitingin hefur verið á félagaskiptagluggann og það hefur verið mikið að gera. Við munum koma okkur að hinu þegar tími gefst,“ segir Arteta.
„Ég er mjög þakklátur fyrir staðinn sem ég er á og allt fólkið sem ég vinn með á hverjum degi. Svona anda, traust og trú á verkefninu er erfitt að finna. Ég held að það séu ótrúlegir hlutir framundan hér.“