

Andre Onana, markvörður Manchester United, virðist vera að undirbúa sig fyrir það að spila með liðinu í þónokkur ár.
Onana hefur undanfarið ár búið á heimili Alexis Sanchez í Manchester en sá síðarnefndi lék með liðinu um tíma.
Samkvæmt Daily Mail er Onana nú að leita sér að heimili til að fjárfesta í en hann kom til Manchester í fyrra.
Onana ku vera að skoða íbúðir í nágrenninu ásamt eiginkonu sinni Melanie en þau eiga saman fjögur börn.
Mail segir að Onana hafi einnig skoðað fyrrum heimili Paul Pogba sem er til sölu eftir að sá síðarnefndi flutti til Ítalíu.
Það glæsibýli hentaði fjölskyldunni hins vegar ekki og munu Onana og hans eiginkona leita annað.