fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Skoraði 24 mörk í fyrra en leggur nú skóna á hilluna

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Smith hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en um er að ræða leikmann Salford City á Englandi.

Smith er nafn sem enskir aðdáendur gætu kannast við en hann á að baki fjölmarga leiki í næst efstu deild landsins, Championship.

Salford leikur í fjórðu efstu deild Englands og er í eigu goðsagna Manchester United eins og Gary Neville, Paul Scholes og Ryan Giggs.

Smith átti stórkostlegt tímabil síðasta vetur og hefur þessi ákvörðun komið mörgum á óvart – hann skoraði 24 deildarmörk í 46 leikjum.

Smith er 35 ára gamall og hefur spilað með Salford undanfarin þrjú ár en var fyrir það með Millwall í Championship deildinni.

Sóknarmaðurinn viðurkennir að ákvörðunin hafi verið erfið og eru margir steinhissa að hann hafi ákveðið að hætta eftir svo gott tímabil í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“