

Bruno Fernandes viðurkennir að hann hafi gefið félaginu ákveðið skilyrði svo hann myndi skrifa undir nýjan samning í vetur.
Fernandes heimtaði að United myndi styrkja leikmannahópinn í vetur sem félagið hefur svo sannarlega gert.
Matthijs de Ligt, Leny Yoro, Noussair Mazraoui og Joshua Zirkzee hafa allir gengið í raðir félagsins.
Fernandes er fyrirliði United í dag en hann vildi sjá styrkingu í sumarglugganum ef hann ætti að skrifa undir nýjan samning.
,,Félagið vissi það að ég vildi berjast við bestu lið heims,“ sagði Fernandes í samtali við heimasíðu félagsins.
,,Þeir vissu að við þyrftum að bæta liðið og ég held að við séum að gera það.“