fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Sagði félaginu að kaupa tvö undrabörn en enginn hlustaði – ,,Hann var miklu betri en aðrir“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid hlustaði ekki á goðsögn félagsins, Guti, sem mælti með því að félagið myndi semja við bæði Joao Felix og Jadon Sancho á sínum tíma.

Guti segir sjálfur frá þessu en hann fylgdist með þessum fyrrum undrabörnum er þeir voru á unglingsárunum – hann var þá þjálfari akademíu Real.

Þessi fyrrum spænski landsliðsmaður mælti með því að Real myndi kaupa báða leikmennina en stjórn félagsins virtist ekki hafa áhuga.

Sancho er í dag leikmaður Manchester United og er Felix dýrasti leikmaður í sögu Atletico Madrid en mun spila fyrir Chelsea í vetur.

,,Ég fylgdist með Joao Felix í unglingaliðunum og þetta var demantur, það var ótrúlegt að sjá hann spila gegn öðrum,“ sagði Guti.

,,Hann var miklu betri en allir aðrir, við þurftum að fá hann. Ég sagði Real Madrid það, ég var að þjálfa unglingalið Real á þessum tíma.“

,,Að lokum þá er þessi ákvörðun í höndum félagsins og þeir gera það sem þeir vilja. Ég sá líka leikmenn eins og Jadon Sancho á yngri árum og sagði félaginu að það væri þess virði að semja við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag