fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Eiginmaðurinn tjáir sig nú um skilnaðinn umtalaða: Ásakaður um framhjáhald – ,,Ég er miður mín“

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. ágúst 2024 21:30

Alice Campello vildi ekki fara til Ítalíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvaro Morata, leikmaður AC Milan, hefur nú tjáð sig um skilnað við eiginkonu sína Alice Campello en fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið.

Parið var saman í sjö ár en ákvað að skilja á dögunum stuttu eftir að Morata yfirgaf Madríd til að flytja til Milan og spila þar í landi í annað sinn.

Morata er ásakaður um að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni og að það hafi kostað hann sambandið en Spánverjinn þvertekur fyrir þær sögusagnir.

Ástæðan er sú að Alice vildi ekki flytja í enn eitt skiptið en Morata hefur einnig spilað á Englandi og lék þar með Chelsea.

,,Ég er miður mín en ég lofa því að ég hef aldrei haldið framhjá í sambandinu. Hún er mikilvægasta konan í mínu lífi,“ sagði Morata.

,,Ég er orðinn svo þreyttur á að heyra sögusagnir um að ég hafi haldið framhjá henni og ég jafnvel sleppti því að fagna með spænska landsliðinu svo svona orðrómar myndu ekki fara af stað.“

,,Ég hef ekki átt í samræðum við aðra manneskju því ég ber virðingu fyrir henni og geri allt til að koma í veg fyrir að slúðurfréttir hafi áhrif á okkar samband.“

,,Alice vildi ekki yfirgefa Spán og flytja í enn eitt skiptið. Við erum ekki á sömu blaðsíðu en erum það þegar kemur að börnunum okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag