

Jobe Bellingham, bróðir Jude Bellingham, hefur skrifað undir nýjan samning við Sunderland í ensku Championship-deildinni.
Bellingham var á óskalista liða í ensku úrvalsdeildinni en Crystal Palace og Brentford voru á eftir leikmanninum.
Bróðir Jobe, Jude, er á mála hjá Real Madrid og er í dag einn besti miðjumaður heims þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur.
Palace og Brentford reyndu að semja við Jobe í þessum glugga en hann hefur nú krotað undir framlengingu við Sunderland.
Um er að ræða 18 ára gamlan leikmann sem virðist hafa mikla trú á verkefninu sem er í gangi á Leikvangi Ljóssins.